Skip to product information
1 of 3

Betri Hundar Vefverslun

Trail Quest Fanny Pack

Trail Quest Fanny Pack

Regular price 6.990 ISK
Regular price Sale price 6.990 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Trail quest fanny back geymir alla nauðsynlega hluti á þægilegan hátt fyrir gönguferðir þínar innan sem utanbæjar. Þar að auki er hún hrikalega töff og hentar vel í hversdagsleg erindi sem innihalda jafnvel enga hundatengdar athafnir.

Skiptu um stíl útfrá þínum plönum eða stemningu með því að bera töskuna sem mittistösku, "sling bag" á ská yfir öxlina, í gegnum belti eða sem handtösku. Stillanleg ólin aðlagar sig auðveldlega að þeim stíl sem þú vilt og er hægt að geyma ólina í sérstöku hólfi þegar hún er ekki í notkun. 

Trail quest fanny pack er sérstaklega hönnuð fyrir hundaeigendur og er með innri net vasa með þægilegu opi fyrir skjótan aðgang að úrgangspokum án þess að þú þurfir að renna upp aðal hólfinu. Innri vasi með rennilás hjálpar til við að halda hunda nammi aðskildu frá persónulegum eigum. í aðal hólfinu er einnig festing fyrir lyklakippu eða aðra mikilvæga hluti sem meiga ekki fara á flakk.

Allir þessir eiginleikar gera Trail quest fanny pack einnig að ómissandi tösku fyrir ferðalög erlendis, en aðalhólfið rúmar vel öll vegabréf fjölskyldunnar, síma, lykla, gjaldeyrir, heyrnatól og annað sem má allsekki týnast á ferðinni. Trail quest fanny pack er kemur í svörtum lit og einni stærð. 

View full details

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)