Trail Quest Collar Rachel Pohl Edition
Trail Quest Collar Rachel Pohl Edition
Litrík stillanleg ól hönnuð af lista- og ævintýra konunni Rachel Pohl, vekur upp þitt innra barn og kveikir í ævintýra gleði.
Trail quest collar Rachel Pohl edition fangar ævintýralega stemningu með hundinum þínum og ykkar djúpu tengingu við náttúruna saman.
Með því að vinna með hinni virtu listakonu Rachel Pohl tókst okkur í sameiningu að endurspegla þá ástríðu og tengsl sem við berum til náttúrunnar og hundana okkar. Þessi einstaka vörulína sem inniheldur beisli, ól, taum og mittistösku fangar kjarna þess glæsilega landslags sem Noregur bíður uppá og lífgar uppá þínar uppáhalds gönguleiðir.
Þessi stillanlega ól hefur tvennskonar mynstur: önnur hliðin sýnir hinn mikilfenglega fjallgarð Ronande þjóðgarðsins í Noregi, sannkallaður ástaróður til fjallalandslags, en hin hliðin sýnir munstur sem fær innblástur sinn frá handprjónuðum norskum ullarpeysum. En rétt eins og við íslendingar eru frændur okkar norðmenn mikilr ullar aðdáendur og náttúru unnendur og því skal engan undra hversu góðar viðtökur Rachel Pohl vörulínan hefur fengið á Íslandi.
Ólin kemur í tveimur líflegum litum: annarsvegar í bleikum og fjólubláum tónum sem spegla alpa ljóman á snævi þöktum tindum, og hinsvegar blágrænum og eikar lit sem endurspegla hlýju sumar himinsins og mosagrænna heiða.
Hönnun Rachel Pohl býður þér og hundinum þínum að upplifa ævintýralega stemningu saman. Trail quest collar Rachel Pohl edition ólin er fáanleg í stærðum S-L.
Fullkomnaðu Rachel Pohl safnið þitt með : Trail quest leash Rachel Pohl edition, Trail quest collar Rachel Pohl edition og Trail quest fanny pack Rachel Pohl edition.