Non-stop dogwear Line Harness
Non-stop dogwear Line Harness
Lýsing:
Það er engin tilviljun að Line Harness sé eitt af mest seldu hundabeislunum á íslandi. Jafnvel þó að þetta beisli hafi verið þróað fyrir gönguferðir og spor, þá er einnig hægt að nota það fyrir canicross, hjólaferðir og skíðaferðir fyrir hunda sem toga ekki mjög fast í tauminn.
Line Harness 5.0 hefur nokkra festipunkta fyrir tauminn, sem gerir þetta beisli mjög fjölhæft. Auk þess að vera með venjulegan festipunkt á bakinu er festipunktur fyrir sporalínu undir bringu. Þetta gerir hundinum þínum kleift að hreyfa sig frjálslega án þess að línan flækist um fætur hans. Frá stærð 3 og uppúr er þriðji festipunkturinn að framan til að minnka tog.
Line Harness 5.0 er uppfærð útgáfa af uppraunalegu beislið okkar, með hámarks þægindi fyrir hundinn þinn. Y-laga hálsmál leyfir frjálsa axlar hreyfingu og lágmarks truflanir á öndun.
Line Harness er stillanleg um bringuna. Eftir að búið er að stilla það upphaflega er auðvelt að setja beislið á og taka það af með því að opna traustu Duraflex® sylgjurnar á hvorri hliðinni. Læstu brjóstólunum með því að einfaldlega þræða enda ólarinnar aftur í gegnum “sliplockið”.
3M™ endurskins eiginleikar gera hundinn þinn sýnilegan frá mörgum sjónarhornum. Allir saumar og brúnir innan á beislinu eru saumaðir þannig að slétta hliðin snúi að líkama hundsins þíns. Innra fóðrunin beislisins er alveg laus við harða fleti til að koma í veg fyrir núning. Beislin eru framleidd úr endingargóðu, þétt ofnu næloni og eru með lokuðu froðubólstrun til að koma í veg fyrir að vatn leki inn. Line Harness 5.0 eru styrkt með Hypalon á utan á liggjandi svæðum.
Þetta hunda beisli er hægt að fá svart, appelsínugult, grænt, fjólublátt, blátt og sægrænt í stærðum 1-6 en stærð 0 kemur bara í svörtu.