Skip to product information
1 of 4

Betri Hundar Vefverslun

Line Harness 5.0 Rachel Pohl Edition

Line Harness 5.0 Rachel Pohl Edition

Regular price 11.590 ISK
Regular price Sale price 11.590 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Color: Pink
Size

Hér er söluhæsta beislið okkar Line harness 5.0 sem var valið “Best testet dog harness 2024” af CNN, mætt með nýtt útlit hannað af lista- og ævintýrakonunni Rachel Pohl. 

Line harness 5.0 með alla sína frábæru eiginleika, skreitt með hinni glaðlegu og listrænu nálgun Rachel Pohl tekur hundinn þinn og Line harness 5.0 Rachel Pohl edition á ævintýralega nýtt plan. 

Okkur langaði að fara lengra en notagildi og með því að vinna með hinni virtu listakonu Rachel Pohl tókst okkur í sameiningu að endurspegla þá ástríðu og tengsl sem við berum til náttúrunnar og hundana okkar. Þessi einstaka vörulína sem inniheldur beisli, ól, taum og mittistösku fangar kjarna þess glæsilega landslags sem Noregur bíður uppá og lífgar uppá þínar uppáhalds gönguleiðir. 

Mynstur beislisins sem liggur yfir bóstrað hálsmálið og utan um búkinn fær innblástur sinn frá handprjónuðum norskum ullarpeysum, en mynstrið inniheldur 3M™ endurskinsþræði fyrir aukinn sýnileika í myrkri. Hin hliðin á borðanum sem fer utan um búkinn ásamt brjóst stykkinu sýna hinn tignarlega fjallgarð í Ronande þjóðgarðinum. 

Með litavalinu “purple/pink” og “teal/oak” vildi Rachel fanga hina einstöku tilfinningu breytilegra árstíða. Litbrigðin eru dregin úr náttúrunni og landslaginu sem við elskum öll, og sama hvar þú býrð, þá vonast hún til þess að litirnir og munstrið kveiki upp minningar hjá þér um þínar uppáhalds útivistar ævintýri. 

Taumur þinn tengist við D-hringinn á baki hundsins þíns eða í styrktu “mid-anti-pull-control” lykkjuna sem er staðsett framan á brjósti hundsins þíns. Beislið hefur fullkomið snið, hannað til þess að veita hundinum þínum óhefta hreyfigetu. Bóstrað Y-laga brjóst stykki og hálsmál stuðla að frjálsri hreyfingu herðarblaða og axlarliða. 

Line harness 5.0 Rachel Pohl edition kemur í stærðum 1-8 fyrir bæði smáa og stóra hunda. 

Fullkomnaðu Rachel Pohl safnið þitt með :  Trail quest leash Rachel Pohl edition, Trail quest collar Rachel Pohl edition og Trail quest fanny pack Rachel Pohl edition.

View full details