Flís leikföng
Flís leikföng
Lýsing:
Við erum með þrjár týpur af flís leikföngum.
Þéttofin 15cm:
Frábært í að kveikja upp veiðieðli með leik fyrir hvolpa og minni hunda, einnig er þetta frábært dót til að kenna hundum að leita að, auðvelt að fela það og mjúkt í munni hunds svo hann er líklegur til að vilja taka við því.
Þéttofin 45cm:
Þessi kaðall er frábær til að togast á við hundinn eða nota í skemmtilega sporavinnu þar sem hægt er að draga það eftir jörðinni til að skilja eftir lykt.
Flís nammilengja:
Þetta leikfang er unnið mjög laust svo auðvelt er að setja nammibita inn í það og gefa hundinum til að dunda sér við að ná namminu úr. Hafið samt í huga að það þarf að fylgjast með hundinum fyrst um sinn til að sjá hvernig hann vinnur með þetta til að ganga úr skugga um að hann sé ekki að naga í sundur flísið og innbyrgða það.